Á STJÓRNARFUNDI hjá Stéttarfélaginu Samstöðu í Austur-Húnavatnssýslu, sem haldinn var 13. ágúst sl., var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða. "Fundur í stjórn Stéttarfélagsins Samstöðu haldinn í fundarsal Samstöðu fimmtudaginn 13.
Á STJÓRNARFUNDI hjá Stéttarfélaginu Samstöðu í Austur-Húnavatnssýslu , sem haldinn var 13. ágúst sl., var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða. "Fundur í stjórn Stéttarfélagsins Samstöðu haldinn í fundarsal Samstöðu fimmtudaginn 13. ágúst 1998 skorar á aðila vinnumarkaðarins sem skrifuðu undir kjarasamninga í mars 1997 að grípa nú þegar inn í atburðarás kjaramála og leiðrétta kjör þess launafólks sem lét blekkjast af málflutningi forystumanna vinnumarkaðarins enda samningarnir löngu orðnir marklaust plagg miðað við þær forsendur sem ríkið, sveitarfélögin og Kjaradómur hafa notað síðan samið var við láglaunafólkið í landinu."