Í UNDIRBÚNINGI er stofnun símenntamiðstöðvar í Borgarnesi. Er fyrirhugað að hún taki til starfa um næstu áramót og mun hún þjóna öllu landinu. Um er að ræða fyrstu símenntamiðstöðina hér á landi, þar sem samstarf er milli mismunandi skólastiga og sveitarfélags.

Símenntamið-

stöð sett á stofn

í Borgarnesi

Í UNDIRBÚNINGI er stofnun símenntamiðstöðvar í Borgarnesi. Er fyrirhugað að hún taki til starfa um næstu áramót og mun hún þjóna öllu landinu.

Um er að ræða fyrstu símenntamiðstöðina hér á landi, þar sem samstarf er milli mismunandi skólastiga og sveitarfélags. Stofnaðilar eru Samvinnuháskólinn á Bifröst í samvinnu við Bændaskólann á Hvanneyri, Fjölbrautaskólann á Akranesi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.

Að sögn Jónasar Guðmundssonar rektors Samvinnuháskólans verður símenntamiðstöðin sjálfseignarstofnun. Samvinnuháskólinn hefur lengi stundað starfsfræðslu og segir Jónas ljóst, að þörfin sé vaxandi fyrir alls kyns menntun. "Hugmyndin er að þessi miðstöð samræmi námskeiðaframboð skólanna, kanni þarfir fyrirtækja og almennings, kynni námsmöguleika sem í boði eru og haldi uppi gæðaeftirliti."

Um áramótin verður einnig tekin upp fjarkennsla í Samvinnuháskólanum og segir Jónas að mikill metnaður verði lagður í það nám.

Samvinnuháskólinn/28