FYRIRSÆTAN fjölhæfa Cindy Crawford sem einnig hefur stýrt tískuþáttum í sjónvarpi og leikið í kvikmyndum verður í októberhefti Playboy og mun ekkert skýla nekt hennar nema fegurðarbletturinn margfrægi. Myndirnar verða á 14 síðum og eru meðal annars teknar í steinstiga og við vegg á ströndinni í Mexíkó.

Cindy

fækkar fötum

FYRIRSÆTAN fjölhæfa Cindy Crawford sem einnig hefur stýrt tískuþáttum í sjónvarpi og leikið í kvikmyndum verður í októberhefti Playboy og mun ekkert skýla nekt hennar nema fegurðarbletturinn margfrægi.

Myndirnar verða á 14 síðum og eru meðal annars teknar í steinstiga og við vegg á ströndinni í Mexíkó. Crawford sagði í samtali við Playboy að sumir af ráðgjöfum hennar væru ekki alltof hrifnir af nektarmyndunum.

"Það storkaði mér og olli því að ég vildi ganga fram af fólki," segir hún. "Fólk virðist þurfa að skipa mér niður á bás. Það á erfitt með að sætta sig við tilhugsunina um framagjarna konu sem fækkar fötum og er kynþokkafull."