HLJÓÐSETNING ehf. býður upp á fjölbreytt og skemmtileg 18 tíma leiklistarnámskeið fyrir 8 ára og eldri. Á námskeiðunum kynnast þátttakendur af eigin raun leikrænni tjáningu, talsetningu teiknimynda, upptöku í hljóðveri og upptöku tónlistarmyndbands. Einnig fá þátttakendur innsýn í sögu og gerð myndbanda, sem og förðun fyrir kvikmynda- og sjónvarpsleik.
Hljóðsetning Innsýn í hljóð

HLJÓÐSETNING ehf. býður upp á fjölbreytt og skemmtileg 18 tíma leiklistarnámskeið fyrir 8 ára og eldri.

Á námskeiðunum kynnast þátttakendur af eigin raun leikrænni tjáningu, talsetningu teiknimynda, upptöku í hljóðveri og upptöku tónlistarmyndbands. Einnig fá þátttakendur innsýn í sögu og gerð myndbanda, sem og förðun fyrir kvikmynda- og sjónvarpsleik.

Stærð hópanna miðast við að ekki séu fleiri en 10 í hverjum hóp. Á meðal kennara eru margir þekktir leikarar, söngvarar, dansarar og kvikmyndagerðarfólk.

Í lok hvers námskeiðs fá þátttakendur myndbandsspólu sem á er stutt teiknimynd talsett af hópnum sem og tónlistarmyndband þar sem þátttakendur leika og syngja þekkt lag.

Námskeiðin hefjast 21. september nk. í húsnæði skólans á Laugavegi 163 (á horni Laugavegs og Höfðatúns).

Skráning þátttakenda fer fram í húsnæði skólans 3. hæð og í síma 552-9940 dagana 7.­11. september kl. 13.00­18.00.

Þátttökugjald fyrir 8­16 ára er kr. 15.000. Veittur er 20% systkinaafsláttur.

Þátttökugjald fyrir fullorðna er kr. 18.000.Morgunblaðið/Jim Smart GÍSLI Baldur Gíslason á námskeiði hjá Sigurði Sigurjónssyni og Erni Árnasyni.