LUGLEIÐIR hljóta að vera eitt af örfáum flugfélögum í hinum vestræna heimi, sem enn rukka farþegana fyrir léttvín og bjór með matnum. Víkverji fór nýlega í ferðalag, þar sem hann flaug með fimm eða sex flugfélögum og var eingöngu krafinn um greiðslu fyrir léttvínið hjá Flugleiðum, annars staðar voru þessar veitingar innifaldar í verði flugmiðans.
LUGLEIÐIR hljóta að vera eitt af örfáum flugfélögum í hin um vestræna heimi, sem enn rukka farþegana fyrir léttvín og bjór með matnum. Víkverji fór nýlega í ferðalag, þar sem hann flaug með fimm eða sex flugfélögum og var eingöngu krafinn um greiðslu fyrir léttvínið hjá Flugleiðum, annars staðar voru þessar veitingar innifaldar í verði flugmiðans. Þessi háttur flugfélagsins veldur töfum í þjónustunni; farþegarnir eru farandi ofan í alla vasa eða þurfa að sækja töskuna upp í hillu til að finna einhverja smápeninga til að borga og flugfreyjurnar eru á þönum út og suður með skiptimynt. Útlendingar, sem eru ekki vanir að ferðast með Flugleiðum, eru steinhissa á þessu.

INHVER sagði Víkverja að lík lega setti flugfélagið upp verð fyrir drykkjarföngin til að draga úr drykkju Íslendinga um borð, enda væri þjóðin fræg fyrir flugvélafyllirí. Víkverja finnst að það hljóti að vera hægt að grípa til einhverra annarra ráðstafana til að koma í veg fyrir drykkjulæti í flugvélum. Að minnsta kosti virðast flugfélög annarra landa, þar sem áfengismenning er svipuð og hér, til dæmis Finnlands og Noregs, ekki þurfa að beita þessum aðferðum.

ERVIHNATTASJÓNVARPIÐ hefur orðið til þess að heimur inn skreppur saman; hægt er að fylgjast með atburðum hinum megin á hnettinum í sömu andrá og þeir gerast. Það má því eiga á öllu von þegar kveikt er á sjónvarpinu og stillt á einhverja gervihnattastöðina. Víkverji verður þó að viðurkenna að hann varð gripinn einhverri fáránleikatilfinningu þegar hann kveikti á sjónvarpinu á hótelherbergi í Mósambík og íslenzka torfæran birtist á skjánum! En það átti sér auðvitað eðlilegar skýringar; Landssamband íslenzkra akstursfélaga hefur selt Fox Sports International réttinn til að sýna myndir frá torfæruaksturskeppni á Íslandi á sjónvarpsstöðvum um allan heim.

NÝJASTA hefti flugtímarits British Airways, High Life, las Víkverji grein um "næturlífshöfuðborgir" heimsins. Þar var Reykjavík að sjálfsögðu á blaði með Hong Kong, Rio de Janeiro og fleiri heimsborgum. Það virðist hafa gengið ennþá betur að markaðssetja Reykjavík sem borg næturklúbba og kráa en Ísland sem land hreinleika og náttúrufegurðar.