20. október 1998 | Minningargreinar | 331 orð

ÁSTA BRYNDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR

ÁSTA BRYNDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR

Ásta Bryndís Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 1. desember 1945. Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson, sjómaður og fisksali, f. 8.7. 1918, d. 20.2. 1975, og Ásdís Eyjólfsdóttir, skattendurskoðandi, f. 14.12. 1921. Systkini: Víglundur, framkvæmdastjóri, f. 19.9. 1943, og Hafdís Björg, sálfræðingur, f. 25.4. 1955. Eftirlifandi eiginmaður Ástu er Ástráður B. Hreiðarsson, yfirlæknir, f. 14.12. 1942, en þau gengu í hjónaband hinn 10.9. 1966. Börn þeirra: 1) Arnar, læknir í Gautaborg, f. 17.2. 1967, eiginkona: Steinunn J. Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur. Börn hennar af fyrra hjónabandi: Sigurhjörtur og Helga Valgerður. 2) Ásdís Jenna, guðfræðinemi, f. 10.1. 1970, unnusti: Heimir H. Karlsson, kennaranemi. 3) Þorsteinn Hreiðar, læknanemi, f. 19.9. 1975, unnusta: Björg Sæmundsdóttir, ritari hjá fastanefnd Íslands við Sameinuðu þjóðirnar. Ásta lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1962 og prófi frá Norfolk High School, Norfolk, Nebraska 1963. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunarskóla Íslands 1968 og stundaði framhaldsnám í hjúkrunarstjórnun við Nýja hjúkrunarskólann 1987 til 1988. Þá nam hún skurðhjúkrun á Íslandi og í Danmörku. Ásta var skurðhjúkrunarfræðingur á Borgarspítala 1968 til 1969. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Danmörku frá 1971 til 1980, lengst af sem skurðhjúkrunarfræðingur við kvennadeild Aarhus Kommunehospital. Hún var hjúkrunarfræðingur á Landspítala frá 1980, þar af við skurðdeild kvennadeildar 1982 til 1988 og hjúkrunarframkvæmdastjóri á árunum 1988 til 1997. Ásta var í stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar frá 1983 til 1995 og formaður frá 1987 til 1995. Hún starfaði í ýmsum opinberum nefndum, m.a. við endurskoðun laga um málefni fatlaðra 1992 og 1996, nefnd um forgangsröðun í heilbrigðismálum 1997 og nefnd um skipulag framhaldsmenntunar fatlaðra. Hún var auk þess fulltrúi Íslands í Nordiska Nämden för Handicap Frågor. Hún sat um árabil í stjórnum norrænna hagsmunasamtaka fatlaðra, þ.á m. norrænna samtaka foreldra fatlaðra og var m.a. varaformaður NFPU (Norrænu samtökin um málefni þroskaheftra) frá 1991 til 1997. Hún var varaformaður Alþýðuflokksins frá 1996 og 1. varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi frá 1995 þar til í janúar 1998 er hún tók fast sæti á Alþingi.

Útför Ástu fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.