Veiðieðlinu þjónað Bækur Steinar J. Lúðvíksson Eggert Skúlason - Þór Jónsson. Skyttur á veiðislóð. Iðunn, Reykjavík 1989. 193 bls. Veiðieðli er mönnum í blóð borið.

Veiðieðlinu þjónað Bækur Steinar J. Lúðvíksson Eggert Skúlason - Þór Jónsson. Skyttur á veiðislóð. Iðunn, Reykjavík 1989. 193 bls. Veiðieðli er mönnum í blóð borið. Vitanlega er það æði misjafnt hvernig menn þjóna eðli sínu en víst er það að í gegnum aldirnar hafa Íslendingar búið í veiði mannaþjóðfélagi þar sem það var spurning um líf eða dauða hvernig gekk að veiða sér til matar, bæði til lands og sjávar. Þegar byssur komu til sögunnar urðu þáttaskil hjá mörgum þeim sem draga þurftu björg í bú og æ síðan hafa skotveiðar skipað drjúgan sess í lífi fjölmargra hérlendis þótt þörfin til að afla veiðibráðar sé kannski ekki eins brýn og áður og skotveiðar hafi snúist meira upp í beina sportveiðimennsku á seinni árum.

Þótt lífsbjörg manna sé ekki aðeins miklu leyti komin undir skot veiðimennsku og áður fer fjöldi þeirra, sem slíkar veiðar stunda, stöðugt vaxandi. Margir borgarbúar telja það sína bestu afþreyingu að ganga upp um fjöll og firnindi eða fara á sjó til skotveiða. Þannig komist þeir best í snertingu við landið og náttúruna og veiðibráðin sé síðan gott búsílag.

Þótt undarlegt megi virðast hefur ekki mikið verið skrifað um skotveiðar á Íslandi. Í ævisögum eldri manna gefur þó oft að líta frásagnir þeirra af skotveiðiferð um og veiðitímarit hafa einnig gert skotveiðum skil í vaxandi mæli. Það var tímabært að út kæmi bók um skotveiðar en bókin "Skyttur á veiðislóð" er fyrsta bókin sem undirrituðum er kunnugt um sem fjallar eingöngu um skotveiðar. Bókin er byggð á viðtölum við nokkra kunna skotveiðimenn sem hafa frá ýmsu skemmtilegu og jafnvel ævintýralegu að segja. Að vísu er greinilegt að viðmælendur bókarhöfunda eru mismiklir veiðimenn, allt frá mönnum, sem hafa skotveiðar að atvinnu, til manna sem fara tiltölulega sjaldan á veiðar.

Viðtölin í bókinni eru misjöfn rétt eins og viðmælendurnir. Þarsem best tekst til fer saman ágætur texti á góðu máli og næmni á viðmælandann og umræðuefnið, en í öðrum viðtölum er textinn nokkuð hrár og er líkast því að viðmælandinn og höfundarnir hafi ekki komist í takt. Besta viðtal bókarinnar er við ungan veiðimann, Karl H. Bridde, en þar tekst höfundunum sérlega vel til og þá ekki síst í lýsingum sínum á því hvernig Karl notar hundinn sinn við veiðarnar. Þá er viðtal við Snorra H. Jóhannesson einnig mjög vel skrifað og færir það lesandann inn í heim tófuskyttunnar og þeirrar gífurlegu þolinmæði sem skytturnar verða að sýna til þess að snúa á skolla. Það er greinilega ekki heiglum hent að stunda slíkar veiðar. Báðir þessir menn, Karl og Snorri, eru veiðimenn af Guðs náð, veiðarnar eru þeim eðlilegur hluti tilverunnar og árangurinn eftir því. Stirðara ert.d. viðtal við Sverri Hermannsson sem einkum fjallar um hreindýraveiðar á Austurlandi. Ófagrar lýsingar hans á aðförum sumra veiðimanna eru þó eftirminnilegar og sýna að það er misjafn sauður í mörgu fé skotveiðimanna. Raunar kemur fram gagnrýni hjá flestum viðmælendum bókarinnar á hversu margir stunda skotveiðar hérlendis meira af kappi en forsjá og flestir kvarta líka yfir örtröð á bestu veiðislóðunum. Það leiðir aftur hugann að því hvort ekki sé bæði tímabært og nauðsynlegt að koma á einhverju skipulagi þótt vonandi verði það aldrei svo að skotveið arnar lúti sömu lögmálum og t.d. laxveiðarnar sem eru orðnar of mikil féþúfa.

Að loknum lestri bókarinnar "Skyttur á veiðislóð" verður niðurstaðan þessi: Þegar á heildina er litið er þetta skemmtileg bók og kærkomin þeim er ánægju hafa af veiðiskap. Bókin er byggð uppá viðtölum við átta veiðimenn. Gæði viðtalanna eru mismunandi. Þau bestu afbragðs góð og vel skrifuð, þau slökustu þannig að þau halda lesandanum tæplega við efnið. Frágangur bókarinnar hefði mátt vera aðeins betri.