NATO hafnar afvopnunartillögum Gysis Brussel. Reuter.

NATO hafnar afvopnunartillögum Gysis Brussel. Reuter.

TALSMENN Atlantshafsbandalagsins (NATO) höfnuðu í gær tillögum Gregors Gysis, leiðtoga austur-þýska kommúnistaflokksins, um að þýsku ríkin fækkuðu í herliði sínu um helming á næstu tveimur árum og allir erlendir hermenn yrðu fluttir af þýskri jörð fyrir aldamót.

Talsmennirnir sögðu að bandalagið væri andvígt því að samið yrði um afmörkuð afvopnunarsvæði. Þeir sögðu að aðeins kæmi til greina að fjalla um slíkar hugmyndir í Vínar viðræðunum um fækkun hefðbundinna vopna. Hans Klein, talsmaður vestur-þýsku stjórnarinnar, tók tillögunni einnig fálega. "Ráðlegt væri fyrir Gysi að einbeita sér að vandamálum Austur-Þýskalands frekar en að vekja á sér athygli með tilkomum iklum hugmyndum í fjölmiðlum," sagði talsmaðurinn.