Franski kommúnistaflokkurinn: Marchais sætir opinskárri gagnrýni samflokksmanna sinna París. Reuter. FRANSKI kommúnistaleiðtoginn Georges Marchais sætir nú opinskárri gagnrýni samflokksmanna sinna og hefur slíkt ekki gerstáður á 17 ára valdaferli hans.

Franski kommúnistaflokkurinn: Marchais sætir opinskárri gagnrýni samflokksmanna sinna París. Reuter. FRANSKI kommúnistaleiðtoginn Georges Marchais sætir nú opinskárri gagnrýni samflokksmanna sinna og hefur slíkt ekki gerstáður á 17 ára valdaferli hans. Hann er meðal annar sakaður um að hafa verið í vinfengi við fyrrum alræðisherra í Rúmeníu, Nikcolae Ceausescu, sem tekinn var af lífi á jóladag.

Gengi kommúnistaflokksins hefur hríðfallið frá því að Marchais tók við flokksforystunni 1972. Nú eru uppi kröfur um að hann segi af sér og koma þær meðal annars frá kommúnískum borgarstjórum sem verið hafa driffjaðrir sjálfrar flokksvélarinnar. Jacques Isabet, borgarstjóri í kjördæminu Pantin í París, krafðist afsagnar Marchais á laugardag og sama dag héldu andstæðingar leiðtogans opinberan fund í höfuðborginni til að ráða ráðum sínum.

"Ég vil að hann fari frá," sagði Isabet í ræðu sem hann hélt þegar afhjúpað var nýtt nafn á götu í kjördæmi hans - "Rue Timisoara" eftir rúmensku borginni þar sem öryggislögregla Ceausescus strá felldi almenna borgara sem voru að mótmæla alræðisstjórn hans. Pantin er eitt af síðustu vígjum kommúnistaflokksins í norðurhluta Parísar, á "rauða beltinu" sem kallað var, þar sem flokkurinn var eittsinn hvað sterkastur.

Umbótasinnar innan flokksins segja að forystan haldi sig enn við sömmu kreddurnar og fyrir opnunarstefnu Gorbatsjovs og hampa fregnum um að Marchais hafi varið sumarleyfi sínu við Svartahafið í boði stjórnar Ceausescus áður en tengslunum við hana var slitið 1984.

Mótstöðumennirnir sem hingað til hafa forðast að ganga fram fyrir skjöldu hittust á opinberum fundi í París á laugardag til þess að koma sér saman um aðgerðir gegn leiðtoganum. Sumir huldu andlit sitt fyrir fréttamönnum af ótta við hefndarráðstafanir af hálfu flokksforystunnar. Eftir að fundinum lauk gagnrýndu nokkrir úr miðstjórn flokksins forystusveitina: "Það er kominn tími til að forystan birti réttar tölur um félagafjöldann," sagði miðstjórnarmaðurinn Claude Poperen við fréttamenn. "Hættum að halda fram tölunni 600.000 þarsem við vitum að það hálfa er nær sanni."

Á laugardag fordæmdi miðnefnd kommúnistaflokksins árásir á flokkinn og sakaði sósíalistaflokkinn og Francois Mitterrand forseta um að standa fyrir andróðursher ferð gegn kommúnistum.

Georges Marchais