Ólafur I Jónsson Á jóladag lést í Landspítalanum eftir erfiða sjúkdómslegu Ólafur Ingi Jónsson, prentari. Þar með lauk hetjulegri baráttu þessa unga manns við þann sjúkdóm sem leggur menn að velli með leifturhraða eða langvarandi þjáningum og spyr ekki að aldri.

Ólafur Ingi var fæddur 29. október 1945 á Patreksfirði. Foreldrar hans voru hjónin Jósefína Helga Guðjónsdóttir og Jón Eggert Backmann, loftskeytamaður.

Ólafur Ingi hóf nám í prentverki hjá prentsmiðju Vísis 1. maí 1963. Tók hann sveinspróf í setningu 1. júlí 1967. Að loknu sveinsprófi lærði hann vélsetningu á sama stað, en fór um haustið til Englands að kynna sér meðferð og viðgerð setn ingavéla. Vann hann síðan áfram hjá prentsmiðju Vísis fram til áramóta 1971-1972 er hann réðst sem verkstjóri í Blaðaprent hf. sem þá hafði verið komið á fót og var sameign fjögurra dagblaða, Tímans, Vísis, Alþýðublaðsins og Þjóðviljans. Blöðin fjögur höfðu komið sér saman um að reisa fullkomna offset-prentsmiðju til þess að annast útgáfustarfsemi þeirra. Þessi vinnsla í útgáfu dagblaða var alger bylting hér á landi en hafði tíðkast um nokkurt skeið erlendis. Algerlega ný vinnubrögð urðu að takast upp á öllum sviðum í vinnslu blaðanna, þar sem blýið var horfið úr setningu og til prentunar, en í staðinn tekin upp ljóssetning á pappír og prentun af offset-plötum. Allt voru þetta ný vinnubrögð, sem okkur prenturum var að miklu leyti ókunnugt hvernig leysa ætti af hendi. Kostaði þessi breyting frá gamalli og hefðbundinni prentað ferð til nýrrar tækni mikla undirbúningsvinnu. Þar lögðu margir mætir menn hönd á plóginn. Einn þeirra var Óli Ingi og var hlutur hans stór í þeim efnum.

Í Blaðaprenti lágu leiðir okkar saman. Í nokkur ár unnum við saman hlið við hlið að lausn margvíslegra vandamála, sem óhjákvæmilega hlutu að koma upp í sambandivið rekstur slíks fyrirtækis. Vandamálin voru leyst, og það var ekkisíst því að þakka hve mikilli þekkingu og útsjónarsemi þessi ungi maður bjó yfir. Hann fylgdist vel með tækninýjungum í prentverki og miðlaði óspart öðrum af þekkingu sinni. Þegar einhverjir örðugleikar steðjuðu að, var það oft viðkvæði hjá Óla Inga að það yrði bara að ganga í það að leysa málin. Ekkert víl.

Þetta voru ánægjulegir tímar. Fólkið sem vann á þessum árum í Blaðaprenti bast óvenjulega sterkum vináttuböndum, sem lýsa sér meðal annars í því að þótt það sé löngu hætt að vinna saman, kemurþað ennþá saman einu sinni á ári til þess að halda hópinn og minnast liðins tíma. Óli Ingi var vinsæll hjá þessu fyrrum samstarfsfólki sínu vegna hreinskilni sinnar og ljúfrar framkomu. Ég veit að þessi hópur hugsar nú til Óla Inga með þakklæti fyrir samfylgdina og sendir samúðarkveðjur sínar til konu hans, barna og annarra ástvina.

Eftir að Óli Ingi hætti störfum í Blaðaprenti vann hann um skeið í prentsmiðju G. Ben., sem sölumaður hjá ACO í prentvörum og sem kennari við prentdeild Iðnskólans. Á öllum þessum stöðum var hann mikils metinn. Að lokum réðst hannsem prentsmiðjustjóri á þann vinnustað þar sem hann hafði hafið prentnám. Þar hafði hann forystu um mjög umfangsmiklar tæknibreytingar á vinnslu DV sem þá stóðu fyrir dyrum. Eigendur Dagblaðsins Vísis kunnu líka vel að meta þennan hæfileikaríka samstarfsmann og studdu við bak hans með miklum sóma í veikindum hans.

Ég sem þessar línur rita heimsótti Óla Inga á Landspítalann rétteftir að sjúkdómur hans hafði verið greindur. Hann var allhress að sjá. Ég vissi þó að honum leið ekki vel. Samt brosti hann við mér og sagðiað þetta væri eins og hvert annað mál, sem þyrfti að leysa. Alltaf já kvæður og sama baráttugleðin. Ég fór af fundi okkar fullur vonar, og óskaði þess af heilum hug að honum yrði að trú sinni. Svo varð því miður ekki. Við getum vonað og gert okkar áætlanir, en það er annar sem ræður för.

Ekki er hægt að minnast svo Óla Inga að ekki sé getið konu hans, því svo kært var með þeim hjónum. 16. mars 1968 fengu þau í hjónaband og hafa eignast þrjú mannvænleg börn. Elst er Anna Sigurborg, þá Ingi Rafn og yngstur er svo Sigurjón. Sirrý hefur reynst manni sínum tryggur og góður lífsförunautur og verið honum stoðog stytta í veikindum hans.

Að leiðarlokum langar mig tilþess að þakka Óla Inga samfylgdina. Þrátt fyrir töluverðan aldursmun tengdumst við traustum vináttuböndum sem aldrei bar skugga á. Ég og fjölskylda mín sendum Sirrý og börnum þeirra hjóna okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning hans.

Óðinn Rögnvaldsson