Upplýsingatækni Hewlett Packard hreppti kortaupplýsingakerfi borgarinnar BORGARYFIRVÖLD hafa nú gengið frá vali á hugbúnaði og vélbúnaði fyrir kortaupplýsingakerfi það, sem borgarráð samþykkti í sumar að skyldi komið á fót.

Upplýsingatækni Hewlett Packard hreppti kortaupplýsingakerfi borgarinnar

BORGARYFIRVÖLD hafa nú gengið frá vali á hugbúnaði og vélbúnaði fyrir kortaupplýsingakerfi það, sem borgarráð samþykkti í sumar að skyldi komið á fót. Hugbúnaðurinn sem fyrir valinu varð heitir Arc/Info frá bandaríska fyrirtækinu ESRI í Kaliforníu en á fundi borgarráðs sl. þriðjudag var ákveðið að keyptar 8 Unix-vinnustöðv ar frá Hewlett Packard á Íslandi af gerðinni HP 9000/345. Fjárfestingu í tölvubúnaðinum má áætlað á bilinu 20-30 milljónir krónaen við hugbúnaðinn í fyrsta áfanga um 10 milljónir. Þá er eftirinnsetning gagna sem er mjög umfangsmikið og kostnaðarsamt verkefni, en borgin hyggst verja alls á annað hundrað milljónum í upplýsingakerfið.

Upplýsingakerfið er í reynd samstarfsverkefni milli tæknistofnana borgarinnar og Pósts og síma, sem mun einnig kaupa 2 vinnustöðvar til viðbótar vegna verkefnisins. Stofnanirnar verða tengdar saman í tölvunet og á hverri stofnun verða ein eða fleiri öflugar tölvur, sem hafa munu að geyma grunnkort borgarinnar og öll lagnakerfi ásamt miklum upplýsingum um þessar lagnir.

Upplýsingar um allar lagnir

Samkvæmt upplýsingum Heiðars Þ. Hallgrímssonar, verkfræðings hjá embætti borgarverkfræðing þá mun verða hægt að kalla fram kort af tilteknum stað í borginni í hvaða mælikvarða sem er, allt niður í tilteknar lóðir, hús eða hluta úr götu. Einnig verður hægt að velja allar þær lagnir í jörð og loftlínur á þessum stað sem menn hafa áhuga á. Er stefnt að því að fyrsta áfanga þessa kerfis verði lokið á miðju ári 1992 og eiga þá tæknideildir borgarverkfræðings í Skúlatúni 2, þarmeð taldar stofnanir gatnamálastjóra,, umferðadeild o.fl., svo og Borgarskipulagið í Borgartúni 3 að vera orðnar tengdar við Hitaveitu, Rafmagnsveitu, Vatnsveitu og Póstog síma. Munu þá menn í þessum stofnunum geta hvenær sem er fengið nýjustu upplýsingar um lagnakerfi veitustofnananna og Póst og síma, auk ítarlegra upplýsingar um eigið kerfi, svo og nýjustu útgáfur grunnkorta, mæliblaða, hæðarblaða en einnig götuleyfi og aðrar mikilvægar upplýsingar vegna framkvæmda.

Kortaupplýsingakerfin eða Ge ographical Information System GIS eins og kerfin nefnast á ensku verða tengd öflugum venslagagna grunnum, sem geyma hvers kyns upplýsingar í formi texta og talna. Mynda má tengsl milli hinna ýmsu myndhluta kortsins og þeirra upplýsinga sem geymdar eru í gagnagrunnum, t.d. upplýsingar um einstakar lagnir, lóðir eða hús sem unnt verður að tengja við myndina á skjánum en einnig geta stofnanirnar geymt þar margvíslegar aðrar upplýsingar á borð við framkvæmdaáform yfirstandandi árs eða næsta árs. Þannig gætu starfsmenn auðveldalega haft glögga yfirsýn yfir það hvað framkvæmdir eru í gangi á hverjum stað eða eruað fara að hefjast.

Hug- og vélbúnaður valinn

Eftir samþykkt borgarráðs í sumar var ákveðið að gefa þeim tölvufyrirtækjum sem kynnt höfðu á undanförnum árum ýmis kor taupplýsingakerfi og kortateikni kerfi kosta á að taka þátt í verðkönnun á hug- og vélbúnaði fyrir kortaupplýsingakerfi auk þess að svara ýmsum tæknilegum spurningum um búnaðinn. Samkvæmt upplýsingum Heiðars tóks síðan við 2ja mánaða skoðunartímabil, þarsem nefnd skipuð fulltrúum stofnananna og 2 ráðgjöfum átti fundi með söluaðilum og kynnti sér slík kerfi í nágrannalöndunum auk þess sem fram fóru prófanir. Að tillögu nefndarinnar samþykkti Innkaupastofnun borgarinnar í nóvember sl. kaup á Arc/Info hugbúnaðinum en þetta kerfi kom fyrst fram árið 1981 og hefur síðan breiðst hratt út. Það er fáanlegt á flesta gerðir vinnustöðva og smækkuð útgáfa fæst á einkatölvur. Var því í framhaldinu ákveðið að efna til opins útboðs á vélbúnaði fyrir þetta kerfi á vinnustöðvar með Unix fjölnot endastýrikerfi. Tilboð voru opnuð hinn 20. desember sl. og í byrjun janúar skilaði verkefnisnefnd áliti þar sem lagt var til að keyptur yrði Hewlett Packard búnaður. Samþykkti Innkaupastofnun þessa tillögu á fundi sl. mánudag og borgarráð degi síðar.

Samkvæmt þessu kaupir borgin 8 vinnustöðvar af gerðinni HP 900/345. Afl þeirra allra er 12 Mips en ein vinnustöðin verður með 990 MB diski og 16 MB vinnsluminni en fjórar aðrar verða með sama vinnsluminni en 660 MB diski og loks þrjár með 8 MB minni en 330 MB diski. Hverri vinnustöð fylgir 19 tommu hágæða litaskjár með fullkomnu gluggakerfi en punktaþéttleiki skjásins er 1280x1024. Einnig fylgja segul bandsstöðvar til afritatöku. Auk HP á Íslandi buðu KÓS/Digital, IBM, Magnús/Sun og A. Karlsson/Intergraph. "HP á Íslandi hefur sérhæft á vinnustöðva- og Unixsviðinu, og selt mörg slík hér álandi," segir Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri HP á Íslandi. "Þessi gerð af vélum sem borgin og Póstur og sími völdu er alveg ný af nálinni og var kynnt núna í byrjun janúar. Hún byggir á Motorola 68030 örgjörvanum, er 50 megariða en það má auðveldlega stækka hana umtalsvert með því að setja í vélina Motorola 68040 örgjörvann þegar hann kemur á markað. Enn er þess að geta að með kaupum Hewlett Packard á Apollo-tölvufyr irtækinu er HP orðinn stærsti framleiðandi vinnustöðva í heiminum með um 30% af markaðinum. ."

Tilraunainnsetning á gögnum í kerfið mun hefjast strax um næstu mánaðamót, samkvæmt upplýsingum Heiðars Þ. Hallgrímssonar, og þá verður einnig hafist handa við hönnun gagnagrunna. Tvö námskeið í notkun Arc/Info eru síðan fyrirhuguð í apríl og maí en eftir það hefst innsetning gagna fyrir alvöru. Talsvert af gögnum er þó til nú þegar í tölvutæku formi. Þegar byrjunaráfanga er lokið um mitt ár 1992 á kerfið að vera komið í fulla notkun hjá þeim stofnunum sem að því standa. Í framhaldinu er gert ráð fyrir að aðrar borgarsto fanir tengist kerfinu á næstu 2-3 árum þar á eftir en þó er talið líklegt að Reykjavíkurhöfn komi inn í verkefnið áður en byrjunaráfanganum lýkur. Í öðrum áfanganum gætu komið til álita stofananir á borð við byggingarfulltrúa, byggingadeild, garðyrkjudeild, hreinsunardeild, strætisvagnana o.fl. Ekki er heldur talið ólíklegt að ýmsir aðrir opinberir aðilar munu vilja tengast kerfinu, svo sem lögregla og ýmis nágrannasveitarfélög en einnig arkitekta- og verkfræðistofur, fasteignasölur ofl. Loks er talið líklegt að almenningur muni á seinni stigum fá aðgang að kortaupplýsinga kerfinu með hjálp einkatölva og mótalds í heimahúsum.