5. mars 1999 | Minningargreinar | 139 orð

GUÐRÚN JÓNA IPSEN

GUÐRÚN JÓNA IPSEN

Guðrún Jóna Ipsen fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1967. Hún lést á Kvennadeild Landspítalans hinn 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Einar Werner Ipsen, f. 25. nóvember 1938, fyrrum sjómaður, og Guðfinna Íris Þórarinsdóttir, f. 27. janúar 1943. Guðrún átti fjóra bræður: Jón Rúnar, f. 15. febrúar 1965, d. 16. maí 1967; Jón Rúnar, f. 3. september 1969; Karl Ágúst, f. 13. nóvember 1978 og Halldór Bjarka, f. 12. desember 1979. Guðrún hóf sambúð með Víði Valgeirssyni, f. 23. maí 1943, árið 1992 og giftust þau hinn 5. september 1998. Saman áttu Ingólf Snæ, f. 7. október 1995. Guðrún átti einnig Írisi Ósk, f. 4. ágúst 1992 af fyrri sambúð.

Guðrún lauk grunnskólanámi frá Skógaskóla 1984 og starfaði eftir það við ýmis störf.

Útför Guðrúnar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.