Ormur frá Dallandi er með 9,19 fyrir hæfileika eftir kynbótadóma í Gunnarsholt en ekki 9,17 eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Ormur er ekki stóðhestur og er því dæmdur sem afkvæmi.
Ormur með 9,19

Ormur frá Dallandi er með 9,19 fyrir hæfileika eftir kynbótadóma í Gunnarsholt en ekki 9,17 eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Ormur er ekki stóðhestur og er því dæmdur sem afkvæmi.

Ormur er með næst hæsta kynbótadóm sem gefinn hefur verið frá upphafi fyrir hæfileika. Hæstan dóm hefur Rauðhetta frá Kirkjubæ, 9,23.

Hæfileikadómur Orms skiptist þannig að hann fékk 10,0 fyrir vilja, 9,5 fyrir brokk, 9,0 fyrir tölt, skeið, stökk og fegurð í reið og 8,5 fyrir geðslag.

Fyrir sköpulag fékk hann 7,90 í aðaleinkunn, 9,0 fyrir hófa, 8,5 fyrir bak og lend, 8,0 fyrir höfuð, háls, herðar og bóga, 7,5 fyrir samræmi og sjö fyrir réttleika og fótagerð. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson

Ormur frá Dallandi og Atli Guðmundsson í keppni í A-flokki gæðinga á landsmótinu á Melgerðismelum síðastliðið sumar.