STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs, verður á ferð um Austurland um helgina ásamt Þuríði Backman og fleiri frambjóðendum U-listans. Litið verður inn í 1. maí-kaffi á nokkrum stöðum og á blakmót öldunga sem fram fer í Neskaupstað um helgina. Daginn eftir verður morgunfundur með Steingrími í kosningamiðstöðinni á Egilsstöðum. Þá verður 1.
VG á ferð um Austurland

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs, verður á ferð um Austurland um helgina ásamt Þuríði Backman og fleiri frambjóðendum U-listans.

Litið verður inn í 1. maí-kaffi á nokkrum stöðum og á blakmót öldunga sem fram fer í Neskaupstað um helgina. Daginn eftir verður morgunfundur með Steingrími í kosningamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Þá verður 1. maí-kaffi í Iðnó á vegum U-listans í Reykjavík og hefst það eftir kröfugönguna. Þar verður m.a. boðið upp á grænt te og rautt í tilefni dagsins.