ÞRETTÁN ára gamall drengur með mótald og mikinn áhuga á fallegum hlutum skellti sér nýlega á uppboð á Netinu og bauð samtals 226 milljónir ísl. króna í það sem honum þótti eigulegast. Alls bauð hann 14 sinnum og átti hæsta boðið fimm sinnum.

Gaman á

Netinu

Fíladelfíu. Reuters.

ÞRETTÁN ára gamall drengur með mótald og mikinn áhuga á fallegum hlutum skellti sér nýlega á uppboð á Netinu og bauð samtals 226 milljónir ísl. króna í það sem honum þótti eigulegast. Alls bauð hann 14 sinnum og átti hæsta boðið fimm sinnum.

Andrew Tyler, sem býr í New Jersey í Bandaríkjunum, bauð meðal annars 1,8 millj. kr. í rauða Korvettu frá 1971, 36,5 millj. í málverk eftir Van Gogh og rúmlega 87 millj. kr. í læknastofu á Flórída. Hreppti hann Korvettuna og einnig gamalt rúm, sem var líklega í eigu Sir John Macdonalds, fyrsta forsætisráðherra Kanada. Hæsta boðið í það var 876 þús. kr. þegar Tyler bauð í það 65,7 millj. kr.

Ekki borgunarmaður

Foreldrar Tylers vissu ekkert um uppátæki hans fyrr en uppboðsfyrirtækið fór að ganga á eftir greiðslunni en þá kom fljótt í ljós hvers kyns var. Fyrirtækið ætlar ekki að gera neitt í málinu en foreldrar Tylers hafa sagt upp Netáskriftinni. Sjálfur segir hann að það sé skrítið að svona Netuppboð skuli öllum opið, jafnvel stráklingum eins og sér.