BIFHJÓLASAMTÖK Lýðveldisins, Sniglar, og forvarnadeild lögreglunnar munu næstkomandi laugardag 1. maí standa fyrir hópakstri bifhjóla á höfuðborgarsvæðinu. Þema dagsins er hætturnar í umferðinni og af því tilefni munu tíu gatnamót í Reykjavík verða merkt með svörtum borðum. Lagt verður upp frá Kaffivagninum við Grandagarð kl. 13.30 og endað við Karphúsið, Borgartúni 22.

Hópakstur bifhjóla 1. maí

BIFHJÓLASAMTÖK Lýðveldisins, Sniglar, og forvarnadeild lögreglunnar munu næstkomandi laugardag 1. maí standa fyrir hópakstri bifhjóla á höfuðborgarsvæðinu.

Þema dagsins er hætturnar í umferðinni og af því tilefni munu tíu gatnamót í Reykjavík verða merkt með svörtum borðum. Lagt verður upp frá Kaffivagninum við Grandagarð kl. 13.30 og endað við Karphúsið, Borgartúni 22. Þar verður gestum og gangandi boðið upp á kaffi og meðlæti í tilefni 15 ára afmælis samtakanna.