STJÓRNMÁLAMENN í Hong Kong hvöttu stjórnvöld í gær til að breyta löggjöf nýlendunnar fyrrverandi og koma þannig í veg fyrir að yfir ein og hálf milljón Kínverja frá meginlandinu setjist þar að, nú er atvinnuleysi hefur aldrei mælst meira. Donald Tsang, fjármálaráðherra Hong Kong, sagði í gær að slíkur fólksstraumur myndi valda enn meiri efnahagsþrengingum í Hong Kong.
Óttast aðsókn Kínverja

STJÓRNMÁLAMENN í Hong Kong hvöttu stjórnvöld í gær til að breyta löggjöf nýlendunnar fyrrverandi og koma þannig í veg fyrir að yfir ein og hálf milljón Kínverja frá meginlandinu setjist þar að, nú er atvinnuleysi hefur aldrei mælst meira. Donald Tsang, fjármálaráðherra Hong Kong, sagði í gær að slíkur fólksstraumur myndi valda enn meiri efnahagsþrengingum í Hong Kong. Þrátt fyrir að pólitískar deilur séu sjaldan bornar á borð eftir að Kínverjar tóku við Hong Kong af Bretum, hafa stjórnmálaleiðtogar flestra flokka varað við afleiðingum löggjafarinnar.