SJÚKRAFLUGVÉL lenti á Reykjavíkurflugvelli á áttunda tímanum í gærkvöldi með starfsmenn rafveitunnar á Neskaupstað, sem brenndust er skammhlaup varð í rafveitunni þar í bæ síðdegis í gær. Tveir rafvirkjar voru að vinna í rafmagnsskáp í rafstöðinni er skammhlaup varð með þeim afleiðingum að þeir slösuðust.
Skammhlaup varð í rafveitunni á Neskaupstað Tveir rafvirkjar

brenndust

SJÚKRAFLUGVÉL lenti á Reykjavíkurflugvelli á áttunda tímanum í gærkvöldi með starfsmenn rafveitunnar á Neskaupstað, sem brenndust er skammhlaup varð í rafveitunni þar í bæ síðdegis í gær.

Tveir rafvirkjar voru að vinna í rafmagnsskáp í rafstöðinni er skammhlaup varð með þeim afleiðingum að þeir slösuðust. Atvikið átti sér stað klukkan 16:45 og fór rafmagn af bænum í um hálfa klukkustund. Að sögn læknis á sjúkrahúsinu í Neskaupstað hlaut annar mannanna útbreidd brunasár. Hann var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur og lagður inn á lýtalækningadeild Landspítalans í Reykjavík þar sem gert verður að sárum hans. Hinn maðurinn hlaut minniháttar brunasár og fékk að fara heim af sjúkrahúsinu eftir aðhlynningu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson

HINN slasaði færður úr sjúkraflugvélinni í gærkvöldi.