Á spjallsíðu enska knattspyrnuliðsins Bolton Wanderers er greint frá orðrómi um að Guðni Bergsson ætli að hætta hjá liðinu í vor og snúa sér að lögfræðistörfum á Íslandi. Guðni, sem kom til Bolton frá Val árið 1995, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki hug á að hætta hjá Bolton og ætlaði sér að ljúka samningi sínum við félagið, sem gildir til ársins 2000.


KNATTSPYRNA

Guðni Bergsson

ekki á heimleið Á spjallsíðu enska knattspyrnuliðsins Bolton Wanderers er greint frá orðrómi um að Guðni Bergsson ætli að hætta hjá liðinu í vor og snúa sér að lögfræðistörfum á Íslandi. Guðni, sem kom til Bolton frá Val árið 1995, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki hug á að hætta hjá Bolton og ætlaði sér að ljúka samningi sínum við félagið, sem gildir til ársins 2000.

Guðni hefur verið meiddur í vetur og leikið fáa leiki með liðinu. Hann hafði nýlega tryggt sér sæti í liðinu þegar hann meiddist í leik í 1. deildinni fyrir tveimur vikum. Óvíst er hvort hann verður með Bolton gegn Wolves í deildinni á föstudag. Sá leikur er þýðingarmikill fyrir bæði lið, sem berjast um sæti í sérstakri úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeild.