Í MORGUNBLAÐINU 28. apríl 1999 er kosningaáróður Stefáns Kjærnested. Þar talar hann um að það sé 40%­67% ódýrara að flytja með Atlantsskipum en samkeppnisaðilum. Í framhaldi af því óska ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum: 1.Hvernig stendur á því að Atlantsskip getur boðið svona lágt? 2.
Opið bréf til Stefáns Kjærnested

Frá Jóhanni Páli Símonarsyni:

Í MORGUNBLAÐINU 28. apríl 1999 er kosningaáróður Stefáns Kjærnested. Þar talar hann um að það sé 40%­67% ódýrara að flytja með Atlantsskipum en samkeppnisaðilum. Í framhaldi af því óska ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

1. Hvernig stendur á því að Atlantsskip getur boðið svona lágt?

2. Hvað eru margir félagsmenn í Sjómannafélagi Reykjavíkur um borð?

3. Er það rétt að hásetar sem eru um borð hafi ca 21.000 kr. ísl.?

4. Hvers vegna voru tveir íslenskir skipstjórar látnir fara?

5. Var það til þess að lækka fraktina?

6. Eru flotbúningar um borð í skipum Atlantsskipa?

JÓHANN PÁLL SÍMONARSON,

sjómaður, Stakkhömrum 4, Rvk.