MAÐUR slasaðist nokkuð er hann ók torfærumótorhjóli útaf Heiðmerkurvegi við Vífilsstaðahlíð um klukkan níu í gærkvöld. Að sögn lögreglu leit slysið illa út við fyrstu sýn, en maðurinn, sem er 32 ára gamall, var á leið úr Heiðmörk ásamt tveimur öðrum þegar hann missti hjólið útaf í beygju og kastaðist um 15 metra.
Ók útaf á

mótorhjóli

MAÐUR slasaðist nokkuð er hann ók torfærumótorhjóli útaf Heiðmerkurvegi við Vífilsstaðahlíð um klukkan níu í gærkvöld. Að sögn lögreglu leit slysið illa út við fyrstu sýn, en maðurinn, sem er 32 ára gamall, var á leið úr Heiðmörk ásamt tveimur öðrum þegar hann missti hjólið útaf í beygju og kastaðist um 15 metra.

Maðurinn, sem var með meðvitund allan tíman, var fluttur á slysadeild Borgarspítalans, þar sem hann gekkst undir rannsókn, en hann hafði kvartað undan eymslum í hrygg. Læknir á slysadeild sagði að rannsóknin hefði leitt í ljós að maðurinn væri brotinn á framhandlegg og olnboga, en að hann hefði ekki hryggbrotnað.

Að sögn læknis er líðan mannsins góð, en eftir rannsóknina var hann fluttur á Landspítalann þar sem gera átti að brotunum.