Bragi Eiríksson Bragi minn, nú hefur þú kvatt þennan heim og þér opnast nýir heimar ljóss og kærleika. Það var gæfa að fá að þekkja þig og þykja vænt um þig. Alltaf varstu svo ljúfur og góður og lést falla hlýleg orð til okkar systranna og fjölskyldna okkar.

Vaktu minn Jesús, vaktu í mér,

vaka láttu mig eins í þér.

Sálin vaki, þá sofnar líf,

sé hún ætíð í þinni hlíf.Legg ég nú bæði líf og önd,

ljúfi Jesús, í þína hönd,

síðast þegar ég sofna fer

sitji Guðs englar yfir mér.

(Hallgrgrímur Pétursson.) Blessuð sé ganga þín á ljóssins braut.

Þér Heiða mín, sonum ykkar og fjölskyldum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guða að blessa ykkur.

Þórunn Elva og fjölskylda,

Ragný Þóra og fjölskylda,

Bandaríkjunum.