ODDUR JÓHANNSSON ODDSSON Oddur Jóhannsson Oddsson fæddist á Siglunesi við Siglufjörð hinn 24. maí 1925. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 23. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Oddur Oddsson frá Siglunesi, f. 22. júlí 1894, d. 3. mars 1981, og Sigurlaug Kristjánsdóttir, f. 18. febrúar 1898, d. 21. ágúst 1995. Systur Odds eru Guðrún Ingibjörg, f. 8. ágúst 1928, gift Ólafi Jónssyni, f. 28. nóvember 1927, Hrafnhildur Loreley, f. 22. júlí 1936, gift Ragnari Ó.Þ. Ágústssyni, f. 15. júlí 1935, og Sæunn Hafdís, f. 16. desember 1940, gift Kjartani Sigurjónssyni, f. 13. febrúar 1935.

Hinn 24. september 1960 kvæntist Oddur eftirlifandi eiginkonu sinni, Ragnhildi Stefánsdóttur frá Siglufirði, f. 27. júlí 1940, dóttur Maríu Kristjánsdóttur frá Stóru Brekku í Fljótum, f. 8. ágúst 1905, d. 9. febrúar 1996, og Stefáns Jónassonar úr Fljótum, f. 24. ágúst 1905, d. 20. janúar 1943. Börn Odds og Ragnhildar eru: 1) Stefán Ómar, f. 24. september 1959, sambýliskona hans er Ása Birna Áskelsdóttir, f. 4. jan. 1952. Börn Þórný Pétursdóttir, f. 9. september 1972, Ómar Rafn, f. 10 desember 1985, og Ragnhildur Birna, f. 30. mars 1990. 2) Ríkharður, f. 27. febrúar 1961, sambýliskona hans er María Viggósdóttir, f. 9. janúar 1960. Börn Gísli Dan, f. 13. mars 1980, Ingi Dan, f. 27 maí 1981, Telma Ýr, f. 17. október 1986, og Kristófer, f. 3. júní 1994. 3) María Berglind, f. 22. september 1962. Dóttir hennar er Klara A. Sigurðardóttir, f. 26. júlí 1993. Áður átti Oddur soninn Stefán, f. 22 janúar 1959, móðir Steinunn Stefánsdóttir.

Oddur lærði húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík og starfaði við iðnina lengst af.

Útför Odds fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.$$$$