UM mánaðamót hefst leikferð Þjóðleikhússins með leikrit Arnmundar Backman, Maður í mislitum sokkum, í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Verkið hefur verið sýnt á Smíðaverkstæðinu frá liðnu hausti. Að þessu sinni verður sýnt á fimm stöðum á landinu, byrjað á Snæfellsbæ, þaðan í Ísafjarðarbæ, á Blönduós, í Aðaldal og endað á Austurhéraði. Verður 100. sýning á verkinu á Ísafirði hinn 5. júní.

Þjóðleikhúsið í leikferð með Mann í

mislitum sokkum

UM mánaðamót hefst leikferð Þjóðleikhússins með leikrit Arnmundar Backman, Maður í mislitum sokkum, í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Verkið hefur verið sýnt á Smíðaverkstæðinu frá liðnu hausti.

Að þessu sinni verður sýnt á fimm stöðum á landinu, byrjað á Snæfellsbæ, þaðan í Ísafjarðarbæ, á Blönduós, í Aðaldal og endað á Austurhéraði. Verður 100. sýning á verkinu á Ísafirði hinn 5. júní.

Maður í mislitum sokkum lýsir í léttum dúr viðburðaríkum dögum í lífi ekkju á besta aldri og nokkurra vina hennar. Hvað gerir góðhjörtuð kona þegar hún finnur ókunnugan, rammvilltan og minnislausan mann á förnum vegi? Tekur hann auðvitað með sér heim!

Leikendur í Mislitum sokkum eru úr hópi ástsælustu leikara landsins, þau Þóra Friðriksdóttir, Bessi Bjarnason, Guðrún Þ. Stephensen, Erlingur Gíslason, Helga Bachmann, Árni Tryggvason, Tinna Gunnlaugsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson. Lýsingu hannar Ásmundur Karlsson. Höfundur leikmyndar og búninga er Hlín Gunnarsdóttir. Sigurður Sigurjónsson leikstýrir.

Sýningar eru 2. júní í Félagsheimilinu á Klifi, Ólafsvík, 4. og 5. júní í Ísafjarðarbæ og í Félagsheimilinu Hnífsdal, 8. júní í Félagsheimilinu Blönduósi, 9. júní í Félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal og 11. og 12. júní í Félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum. Sýningarnar hefjast kl. 20.30.

Ljósmynd/Grímur Bjarnason BESSI Bjarnason og Guðrún Þ. Stephensen í hlutverkum sínum.