FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND S- Afríku hefur ákveðið að skipta afreksmönnum sínum í fjóra hópa og greiða þeim laun í samræmi við það. Þar með með ríða S-Afríkumenn á vaðið því þeir eru fyrsta landssamband frjálsíþrótta sem greiðir afreksmönnum sínum laun fyrir að stunda íþrótt sína.
S-Afríkumenn ríða

á vaðið FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND S- Afríku hefur ákveðið að skipta afreksmönnum sínum í fjóra hópa og greiða þeim laun í samræmi við það. Þar með með ríða S-Afríkumenn á vaðið því þeir eru fyrsta landssamband frjálsíþrótta sem greiðir afreksmönnum sínum laun fyrir að stunda íþrótt sína. Fé til þess að standa straum að þessu fær sambandið í gegnum styrktarsamninga sem það hefur gert við nokkur einkafyrirtæki í landinu.

Hæstu greiðslu, 840.000 á ári, fá tveir íþróttamenn, Marius Corbett, heimsmeistari í spjótkasti karla, og Elana Meyer, silfurverðlaunahafai í 10.000 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Í B-flokki eru sex íþróttamenn og fá þeir um 700.000 krónur ár hvert. Jafnmargir íþróttamenn verða í C-flokki sem hlýtur um hálfa milljón á ári og loks er það D-flokkurinn þar sem eru ungir og efnilegir íþróttamenn. Í þeirra hlut koma um 300.000 krónur.

Þetta launakerfi er ólíkt öðrum sem finna má varðandi styrki til íþróttamanna og víða er við lýði, m.a. hér á landi þar sem Afreksmannasjóður Íþrótta- og ólympíusambandsins greiðir sérsamböndum ákveðna upphæð til þess að styðja við bakið á íþróttamönnum. Í tilfelli S-Afríkumanna er frumkvæðið frá sérsambandinu komið og hafa önnur laun íþróttamanna, s.s. verðlaunafé og auglýsingasamningar, engin áhrif á þessar greiðslur sem koma óskertar til íþróttamanna.