"Á fundi í stjórn Foreldrafélags Ölduselsskóla 18. maí 1999 var samþykkt svohljóðandi ályktun: Stjórn Foreldrafélags Ölduselsskóla lýsir yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna kennara við skólann en í fréttum kom fram að 13 af kennurum skólans hefðu skilað inn uppsögnum sínum.
Lýsir áhyggjum vegna uppsagna kennara

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar Foreldrafélags Ölduselsskóla vegna uppsagna kennara við skólann:

"Á fundi í stjórn Foreldrafélags Ölduselsskóla 18. maí 1999 var samþykkt svohljóðandi ályktun:

Stjórn Foreldrafélags Ölduselsskóla lýsir yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna kennara við skólann en í fréttum kom fram að 13 af kennurum skólans hefðu skilað inn uppsögnum sínum. Þar sem um er að ræða tæpan þriðjung af kennurum við skólann er ljóst að ófremdarástand getur skapast ef uppsagnirnar verða að veruleika enda ekki útséð um hvernig muni ganga að manna slíkan fjölda til starfa að nýju. Stjórn foreldrafélagsins skorar á aðila málsins að finna lausn á þessum vanda sem fyrst og tryggja að skólastarf geti áfram verið með þeim hætti sem stjórnin telur að foreldrar og börn þeirra eigi kröfu á."