Hnerri dauðs manns nefnist ljóðabók eftir dönsku skáldkonuna Piu Juul. ÖRN ÓLAFSSON segir að í bókinni blandist saman óhugnaður og blíða. Hann fjallar einnig um Sagði ég segi ég, nýjustu bók Piu Juul.

BLÍÐUR

ÓHUGNAÐUR

Hnerri dauðs manns nefnist ljóðabók eftir dönsku skáldkonuna Piu Juul. ÖRN ÓLAFSSON segir að í bókinni blandist saman óhugnaður og blíða. Hann fjallar einnig um Sagði ég segi ég, nýjustu bók Piu Juul. PIA Juul heitir dönsk skáldkona sem hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir ljóðabókina Sagði ég segi ég. Það er fimmta ljóðabók hennar síðan 1985, einnig hefur hún sent frá sér skáldsöguna Skaden, 1990. Næsta bók á undan þessari bar það undarlega nafn Hnerri dauðs manns (En død mands nys), og blandaðist þar óhugnaður og blíða. Öll ljóðin þar eru titillaus, eins og í nýju bókinni. Lokaljóðið þótti mér einna best í Hnerranum:

Kirkjugarðurinn var leikvöllur minn

þar lærði ég á barnsaldriað ganga hægt

tala lágt

gjóa augunum til syrgjendanna

dást að þeim sem fengu

tré til að vaxa

hafa meðaumkun með þeim

sem allt óx saman fyrir

uppgötva þá

sem einhver hafði gleymt

mosavaxnir steinar

brotinn vængur

bak við kapelluna þar sem enginn annar kom

það virðist býsna dapurlegt

en var það ekki

Ég hefði eiginlega ánægju

af að læra það allt aftur

Öll þessi hegðun þykir til fyrirmyndar í lífinu, en er þá ekki íhugunarefni að hún skuli lærast af umgengni við dauða? Í andstöðu við þær aðstæður er endurtekning orðsins vaxa. Kyrrðarblær ljóðsins kemur ekki aðeins af því að þar eru einungis orð sem tákna hægar hreyfingar og lág hljóð, svo sem lýst er, heldur líka af einföldum, upptalningarkenndum setningum og setningahlutum.

Þar sem ljóðin eru án fyrirsagna getur stundum reynt nokkuð á ímyndunarafl lesenda og þekkingu, svo sem í eftirfarandi ljóði í nýjustu bókinni. Miklu meira skiptir þó innlifun í tilfinninguna sem lýst er:

Draumlausum

svefninum um bjarta nótt

var sveipað um

mig, ekki hægt að

vekja mig, ég gat ekki

vaknað sjálf, ég

svaf þyngdarlaust,

það var hlýtt,

það var björt

nóttin. Þá heyrðist

þothljóð við eyra mitt,

ég opnaði augað og sá

fuglinn lenda, og

fjaðrirnar struku kinnar

mínar og snertu

háls minn, en háls

fuglsins var svo langur, og

goggurinn lá við hár mitt

það þaut um mig

og í mér og um mig

og inni í

faðmi fuglsins var

dimmt; þú mikli

miskunnsami guð, það

var dimmt í faðmi þínum,

ég opnaði augun í

myrkri þínu og gat ekki séð

þig, þú hafðir ekki stjórn

á vængjunum, hve undarlegt:

svanur sem ekki

hefur stjórn á vængjunum.

Það þarf ekki neina þekkingu á grískum goðsögum til að skilja að ljóðmælandi er kona sem segir frá samförum sínum við svan. En sú þekking hjálpar til að skilja þetta tal um guð, það var Seifur sem brá sér í svanslíki til að komast yfir konuna Ledu. Þá sögu hefur Þórarinn Eldjárn skrumskælt (eða fært til Reykjavíkur nútímans) í bráðskemmtilegri sónhendu. En hér er eingöngu dvalist við tilfinningar konunnar. Hve gagntekin hún er sést á ítrekun orðsins þjóta í mismunandi samhengi, og í upptalningunni: "það þaut um mig/ og í mér og um mig", og í þessari upphafningu ástarunaðarins skynjar hún nærveru guðsins.

Fyrst þetta ljóð dvelst fyrst og fremst við tilfinningar konunnar, mætti spyrja hversvegna hún sé látin vera með svani en ekki bara venjulegum karlmanni. Ég held að algreymi ástafundarins birtist einmitt í því hve annarlegt þetta er. Annað ljóð sem byggist á álfasögum, tengist greinilega ástarraunum, sviknum fyrirheitum og kvöl, en hér reynir verulega á ímyndunarafl lesenda, til að fá samhengi í textann

Af því:Vilt þú kannski taka

þessa veru að hjarta þér?

það vilt þú og það vil égHversvegna venjast hin

þessu ekki

þegar nú svo oft er nótt

öll þessi læti út af dansiNú loka þeir helli álfastúlkunnar

með nál og þræði og glóandi kolum

- því þannig er tilfinningin,

hún æpir mest á eftir

Hún æpir um nótt

Og fær ekki svar

Hún hefur, hún hefur vitað það

lengi, gættu að þér, stúlka mín, þeir sjá þig

en hún gekk í gildruna

og gildran hefur lokast

Fleiri ljóð eru af þessu blíðutagi, en annað ljóð er dæmigerðara fyrir bókina, það sýnir tilfinningu fyrir tíðindaleysi lífsins, ef svo mætti orða það, eða hve huglæg túlkun þess er.

Í gær skein sólin

í Kaupmannahöfn

1 tíma og 10 mínútur

Á meðan það stóð

áttaði ég mig

það tók einn tíma og

tíu mínútur, ég stóð

alveg kyrr undir

gullregni í lystigarðinumþú hlýtur að vita hve

flókið jafnvel hið einfalda er

Velti fyrir mér hversvegna þú

heldur að það sé létt að

kortleggja líf

en erfitt að lifa því

þegar það er þver

öfugtHvað er hægt að kortleggja?

Borgir og vegi?

Engi og ár?

Þessa lykt? Sársaukann? Bragðið af rauðgraut?

Ég fékk lost úr

rafgirðingunni við lækinn

um vor, ég greip um það

báðum höndum, til að

detta ekki. Málmþruma.

Í gær skein sólin í Kaupmannahöfn

eftir hundrað ár verður allt gleymt

Pia Juul