UM 38% Íslendinga á aldrinum 18­67 ára hafa gefið blóð, ef marka má nýja könnun PricewaterhouseCoopers. Karlar eru hlutfallslega mun fleiri í blóðgjafahópnum. Könnunin var gerð símleiðis dagana 16.­24. febrúar sl. og var úrtakið 1000 manns á öllu landinu. Svarhlutfall var um 70%, þegar dregnir höfðu verið frá látnir, erlendir ríkisborgarar og þeir sem búsettir eru erlendis.
Könnun PricewaterhouseCoopers

38% hafa gefið blóð

UM 38% Íslendinga á aldrinum 18­67 ára hafa gefið blóð, ef marka má nýja könnun PricewaterhouseCoopers. Karlar eru hlutfallslega mun fleiri í blóðgjafahópnum.

Könnunin var gerð símleiðis dagana 16.­24. febrúar sl. og var úrtakið 1000 manns á öllu landinu. Svarhlutfall var um 70%, þegar dregnir höfðu verið frá látnir, erlendir ríkisborgarar og þeir sem búsettir eru erlendis.

51% karla sögðust hafa gefið blóð en 26,4% kvenna. Af þeim sem voru á aldrinum 18­29 ára höfðu 26,2% gefið blóð, 40,2% þeirra sem voru á aldrinum 30­49 ára og 49,3% þeirra sem voru á aldrinum 50­67 ára.

Þegar spurt var um af hverju menn hefðu ekki gefið blóð svöruðu 33% að þeir mættu það ekki en rúmlega 29% kenndu um trassaskap. Konur voru fjölmennari í hópnum sem nefndi fyrri ástæðuna en karlar í þeim sem nefndi síðari ástæðuna. Íbúar höfuðborgarsvæðisins voru hlutfallslega mun fjölmennari í hópi þeirra sem ekki sögðust mega gefa blóð. Af landsbyggðarbúum töldu 14,5% staðsetningu Blóðbankans hafa hamlað því að þeir gæfu blóð.