INGVAR Helgason forstjóri hefur fært Meistarafélagi byggingamanna á Akureyri fundargerðarbók frá árinu 1928, en bókina fann hann þegar tekið var til í skáp í risi í húsi hans. Forsvarsmenn félagsins eru afar þakklátir, enda hefur mikil leit verið gerð að bókinni fram til þessa án árangurs.
Fundargerðarbók Meistarafélags byggingamanna á Akureyri Bók frá 1928 fannst undir súð í Reykjavík

INGVAR Helgason forstjóri hefur fært Meistarafélagi byggingamanna á Akureyri fundargerðarbók frá árinu 1928, en bókina fann hann þegar tekið var til í skáp í risi í húsi hans. Forsvarsmenn félagsins eru afar þakklátir, enda hefur mikil leit verið gerð að bókinni fram til þessa án árangurs.

Ingvar sagði að hann hefði árið 1960 keypt hús af Guðmundi Magnússyni sem var byggingameistari á Akureyri á árum áður og ritari Meistarafélags byggingamanna í bænum. Það var býlið Vonarland við Sogaveg, en það hafði Guðmundur keypt árið 1953. Líkt og tíðkaðist voru langir skápar undir súðinni í risinu, 3­4 metrar á lengd, og hurðir á öðrum endanum. Skáparnir eru þannig úr garði gerðir að fullorðnir geta þar lítið athafnað sig, en Ingvar sagði að börn sín hefðu notað skápana undir dót á yngri árum. "Þegar börnin voru flogin úr hreiðrinu var ákveðið að loka þessum skápum og við fengum barnabörnin í lið með okkur til að taka til það dót sem inn í þá hafði safnast. Þá kom þessi bók í ljós," sagði Ingvar.

Mikil leit hefur verið gerð að fundargerðarbókinni, enda fýsti félagsmenn að vita meira um upphafsár félagsins. Auk fundargerða og upplýsinga um stjórnarmenn voru þónokkur laus bréf í bókinni, reikningar og samningar.

Morgunblaðið/Hörður Geirsson INGVAR Helgason forstjóri afhendir Stefáni Jónssyni, formanni Meistarafélags byggingamanna á Akureyri, fundargerðarbókina.