SÍÐDEGIS í gær höfðu 236 kennarar skilað inn uppsagnarbréfi til Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, að sögn Ingunnar Gísladóttur starfsmannastjóra. Hún sagði að 205 kennarar tilgreindu óánægju með kjörin sem ástæðu fyrir uppsögnunum.

236 kennarar

hafa sagt upp

SÍÐDEGIS í gær höfðu 236 kennarar skilað inn uppsagnarbréfi til Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, að sögn Ingunnar Gísladóttur starfsmannastjóra. Hún sagði að 205 kennarar tilgreindu óánægju með kjörin sem ástæðu fyrir uppsögnunum.

Ingunn sagði að nokkuð mismunandi væri milli skóla hvað margir hefðu sagt upp. Í ellefu skólum hafa fleiri en 10 kennarar sagt upp störfum. Þetta eru Hlíðaskóli, Foldaskóli, Austurbæjarskóli, Ölduselsskóli, Vogaskóli, Grandaskóli, Breiðholtsskóli, Fossvogsskóli, Háteigsskóli, Melaskóli og Selásskóli. Níu kennarar hafa sagt upp í Engjaskóla og Seljaskóla og átta í Laugarnesskóla. Í öðrum skólum eru uppsagnirnar færri og í sumum aðeins ein eða tvær.

Samkvæmt lögum verður að auglýsa lausar kennarastöður.

Kennarar funda á þriðjudag

Kennarar í Reykjavík, sem sagt hafa upp störfum vegna óánægju með kjör sín, ætla að hittast á fundi í Breiðholtsskóla nk. þriðjudag til að ræða stöðu sína. Á fundinum verða einnig trúnaðarmenn kennara í Reykjavík.