MAZDA Motor hefur skýrt frá fyrsta hagnaði fyrirtækisins í sex ár og spáir mesta hagnaði sínum frá upphafi á næsta ári. "Ég segi frá því með nokkru stolti að takmark okkar til marz árið 2000 er að setja algert met," sagði yfirfjármálastjóri Mazda, Gary Hexter, á blaðamannafundi.
Fyrsti hagnaður Mazda í 6 árTókýó. Reuters.

MAZDA Motor hefur skýrt frá fyrsta hagnaði fyrirtækisins í sex ár og spáir mesta hagnaði sínum frá upphafi á næsta ári.

"Ég segi frá því með nokkru stolti að takmark okkar til marz árið 2000 er að setja algert met," sagði yfirfjármálastjóri Mazda, Gary Hexter, á blaðamannafundi.

Mazda er fimmti helzti bílaframleiðandi Japans og skilaði 312 milljóna dollara nettóhagnaði á síðasta reikningsári til marzloka.

Unnið hefur verið að endurskipulagningu fyrirtækisins í mörg ár og afkoma þess hefur ekki verið betri í 14 ár.

Afkoman er betri en sérfræðingar höfðu spáð. Sömu sögu er að segja um spá fyrirtækisins um að nettóhagnaður aukizt úr 38,71 milljón í 40 milljarða jena á yfirstandandi reikningsári.