ÞAÐ var glatt á hjalla í Félagsheimilinu Árnesi á laugardagskvöldið var þegar matreiðslumeistarinn Bergleif Gannt Joensen opnaði formlega veitingarekstur þar eftir verulegar breytingar sem gerðar hafa verið á húsnæðinu.
Opnunarhátíð í Árnesi

ÞAÐ var glatt á hjalla í Félagsheimilinu Árnesi á laugardagskvöldið var þegar matreiðslumeistarinn Bergleif Gannt Joensen opnaði formlega veitingarekstur þar eftir verulegar breytingar sem gerðar hafa verið á húsnæðinu.

Í tilefni opnunarinnar voru nokkur tónlistaratriði og söng Karlakór Hreppamanna undir stjórn Edit Molnár, Örvar Kristjánsson þandi nikkuna og þrír meðlimir Skriðjökla tóku lagið.

Bergleif tekur einnig við leigurekstri gistiaðstöðunnar við Árnes auk tjaldstæðisins og á von á mörgum gestum í sumar, enda þegar búinn að bóka sjö ættarmót í Árnesi. Bergleif býður upp á heimilismat í hádeginu og matseðil á kvöldin og verða ýmsar uppákomur á vegum hússins um helgar.

Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ÞORSTEINN Joensen, Bergleif Gannt Joensen og Harpa Magnúsdóttir kampakát á opnunardaginn.

BOLLETTE Hoeg Kock, Sigrún Símonardóttir og Guðný Guðnadóttir, skemmtu sér vel á opnunarhátíðinni.

KARLAKÓR Hreppamanna söng fyrir gesti.