MP3-ÆÐIÐ er síst í rénun og enn mikið um að vera á MP- tækjamarkaði. Rio frá Diamond hefur gengið bráðvel og fleiri vilja sneið af þeirri köku, meðal annars með því að auka notagildi tækjanna. Fyrsta fyrirtæki sem setti MP- spilara á markað var kóreska fyrirtækið Saehan.
Nýr MP3-spilari MP3-ÆÐIÐ er síst í rénun og enn mikið um að vera á MP- tækjamarkaði. Rio frá Diamond hefur gengið bráðvel og fleiri vilja sneið af þeirri köku, meðal annars með því að auka notagildi tækjanna. Fyrsta fyrirtæki sem setti MP- spilara á markað var kóreska fyrirtækið Saehan. Það samdi við kanadískt fyrirtæki um markaðssetninguna sem bar takmarkaðan árangur, en fyrir skemmstu brárust fregnir af því að Saehan hefði samið við nýtt fyrirtæki vestan hafs og væri í þá mund að setja á markað nýja gerð spilarans sem er þeirri náttúru búinn að geta hljóðritað ekki síður en spilað. Á sínum tíma reyndu samtök höfundaréttareigenda að bregða fæti fyrir Rio-spilarann, en töpuðu málinu meðal annars á þeirri forsendu að ekki væri hægt að hljóðrita á hann. Ekki er gott að segja hvaða meðferð spilarinn nýi frá Saehan, MP-F30, en kallast reyndar raveMP vestan hafs, fær, en hann er með innbyggðan hljóðnema og getur hljóðritað upp undir fjóra tíma af tali og þúsundir símanúmera. Tækið er með 64 MB innra minni, sem hægt er að auka með minniskortum, og mun kosta um 20.000 kr. vestan hafs. Fyrirtækið sem selja mun spilarann heitir Sensory Science, en það hefur áður náð góðum árangri á myndbandstækjamarkaði, meðal annars með tvöföld myndbandstæki.