ALLS var 491 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur og 54 kærðir fyrir ölvun við akstur á Íslandi í vikunni 3. til 9. maí sl, en þá fylgdist lögreglan sérstaklega með hraðakstri og ölvunarakstri í tengslum við verkefni norrænna lögreglumanna undir yfirskriftinni norræna umferðarvikan.
491 kærður fyrir hraðakstur

ALLS var 491 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur og 54 kærðir fyrir ölvun við akstur á Íslandi í vikunni 3. til 9. maí sl, en þá fylgdist lögreglan sérstaklega með hraðakstri og ölvunarakstri í tengslum við verkefni norrænna lögreglumanna undir yfirskriftinni norræna umferðarvikan.

Í sömu viku var fylgst með hraðakstri og ölvunarakstri á hinum Norðurlöndunum og segir Hjálmar Björgvinsson aðalvarðstjóri umferðardeildar ríkislögreglustjóra að fjöldi þeirra sem kærðir voru fyrir hraðakstur eða ölvunarakstur hér á landi viku hafi verið hlutfallslega svipaður fjölda þeirra sem kærðir voru á hinum Norðurlöndunum.

Alls voru 14.697 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Norðurlöndunum í umræddri viku en þar af voru 565 sviptir ökuréttindum. Tveir þeirra voru á Íslandi. Þá voru alls 525 kærðir fyrir ölvun við akstur á öllum Norðurlöndunum.