GENGI evrunnar varð stöðugra eftir einhverja mestu lægð gegn dollar í gær. Lítil breyting hafði orðið í Wall Street þegar viðskiptum lauk í Evrópu, þar sem aukið fylgi Olivetti meðal hluthafa Telecom Italia var mál málanna. Evran var litlu hærri en 30. apríl, þegar hún seldist á 1,0537 dollara.


Evra enn í mikilli lægð gegn dollarGENGI evrunnar varð stöðugra eftir einhverja mestu lægð gegn dollar í gær. Lítil breyting hafði orðið í Wall Street þegar viðskiptum lauk í Evrópu, þar sem aukið fylgi Olivetti meðal hluthafa Telecom Italia var mál málanna. Evran var litlu hærri en 30. apríl, þegar hún seldist á 1,0537 dollara. Markaðurinn sér að hætta á leiðréttingu á bandarískum hlutabréfamarkaði er liðin hjá og að til lítils er að eiga evrur," sagði sérfræðingur Warburg Dillon Read . Viðskipti voru með minna móti vegna langrar helgi. Þýzka Xetra DAX vísitalan hækkaði um 0,2%. Bréf í Hoechst AG hækkuðu um 4,5% vegna betri einkunnar frá Lehman Brothers og bréf í Mannesmann AG hækkuðu um 4,5% vegna bættrar stöðu Olivetti. Mannesmann býður í farsímafyrirtækið Omnitel og í lok næstu viku mun athyglin beinast að hlutahafafundum keppinautanna Deutsche Telekom AG og Mannesmann. Brezka FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,24% í 6353,1 punkt. Bréf í tryggingafélaginu Legal & General hækkuðu um 6,2% vegna bollalegginga um tilboð. Bréf í British American Tobacco hækkuðu um 5,7% vegna nýrra meðmæla. Í New York hafði góð staða General Motors jákvæð áhrif í fyrstu, en áður en viðskiptum lauk í Evrópu hafði Dow Jones lækkað um 37 punkta í 10.830. Velgengni GM stafar af því að Delphi Automotive Systems tekur sæti það sem Moore Corp. hefur skipað í S&P 500 hlutabréfavísitölunni.