Í GÆR var gengið endanlega frá félagaskiptum Bjarka Gunnlaugssonar úr norska liðinu Brann og yfir í KR. Hann hefur fengið leikheimild frá norska sambandinu og KSÍ er búið að staðfesta hana. Hann verður því löglegur með KR-ingum gegn Leiftri á mánudag. Bjarki kom til landsins í gær. Einar Þór ekki með

Leikheimild

Bjarka í höfn Í GÆR var gengið endanlega frá félagaskiptum Bjarka Gunnlaugssonar úr norska liðinu Brann og yfir í KR. Hann hefur fengið leikheimild frá norska sambandinu og KSÍ er búið að staðfesta hana. Hann verður því löglegur með KR-ingum gegn Leiftri á mánudag. Bjarki kom til landsins í gær.

Einar Þór ekki með

EINAR Þór Daníelsson getur ekki leikið með KR Leiftri, þar sem leikheimild hefur ekki borist til KSÍ frá gríska knattspyrnusambandinu. Magnús Orri Schram, framkvæmdastjóri KR-sport, sagði í samtali við Morgunblaðið að reynt hefði verið alla vikuna að fá heimildina frá Grikklandi. Hann sagði að OFI, liðið sem Einar Þór lék með, segði að búið væri að senda skeyti til gríska sambandsins um að hann væri laus allra mála hjá félaginu. Gríska sambandið segðist hins vegar ekki hafa fengið það skeyti.