GRÁR lítill Sony GSM- sími, CMD-C1, týndist annaðhvort í Bíóborginni eða á leiðinni niður Laugaveg sl. þriðjudagskvöld. Skilvís finnandi hafi samband í síma 5517514. Margrét. Barnahjól týndist við Fífusel VÍNRAUTT barnahjól týndist við Fífusel í vikunni. Þeir sem hafa orðið hjólsins varir hafi samband í síma 6976553 eða 5666492.

Tapað/fundið

GSM-sími týndist

GRÁR lítill Sony GSM- sími, CMD-C1, týndist annaðhvort í Bíóborginni eða á leiðinni niður Laugaveg sl. þriðjudagskvöld. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551 7514. Margrét.

Barnahjól týndist við Fífusel

VÍNRAUTT barnahjól týndist við Fífusel í vikunni. Þeir sem hafa orðið hjólsins varir hafi samband í síma 697 6553 eða 566 6492.

Gosi er týndur

LJÓS gulbröndóttur kisustrákur, nýfluttur í Drápuhlíðina frá Langholtsvegi, hvarf að heiman 18. maí, að nóttu til. Hann gæti hafa lokast inni í skúr eða farið í könnunarleiðangur. Gosi er átta ára kelirófa og er hans mjög sárt saknað. Ef einhverjir hafa orðið hans varir, þá með fyrirfram þakklæti hafið samband við okkur í síma 561 0652 og 897 4368. Gerða og Fjölnir.

Fressköttur í læðuleit

ÉG Á fresskött af skógarkattakyni og datt í hug að auglýsa eftir læðu sem væri tilbúin að eiga kettlinga og væri einnig af loðnu kattarkyni. Fressinn minn heitir Kolur og er brúnsvartur, fíngerður og lubbalegur. Hann hefur mjög góð gen í sér og ætti að geta alið af sér mjög fallega kettlinga. Hafi einhver áhuga á að reyna að koma fresskettinum mínum saman við læðuna sína er hægt að ná sambandi við mig í síma 551 4054.

Baby týndist frá Gullteigi

BABY, sem er 13 mánaða fress, hvítur með gulbröndóttum blettum, gul eyru og gulbröndótt skott, týndist frá Gullteigi 4 föstudaginn 14. maí. Hann er með ól og á henni er lítil tunna með nafni og síma. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 697 5571. Rakel.

Kettlingar óska eftir heimili

TVEIR sjö vikna gamlir kettlingar, fress og læða, fást gefins á góð heimili. Þeir eru kelnir og kassavanir. Upplýsingar í síma 557 2064.

Kettlingur fæst gefins

ÞRIGGJA mánaða grár og hvítur högni fæst gefins. Búr, kassi og karfa fylgir. Upplýsingar í síma 552 5265.

Óska eftir loðnum kettlingi

ÓSKA eftir loðnum kettlingi gefins, helst angóru-, skógar- eða persneskblönduðum. Upplýsingar í síma 565 8108.

Svartur og hvítur köttur týndist frá Baldursgötu

SVARTUR og hvítur köttur með tígrishálsól týndist frá Baldursgötu 6 fyrir rúmlega viku. Ef einhver hefur orðið hans var þá vinsamlega hringið í Húsdýragarðinn og talið við Þóru.