ARNFRÍÐUR INGA ARNMUNDSDÓTTIR

Arnfríður Inga Arnmundsdóttir fæddist á Akranesi 3. apríl 1928. Hún lést á líknardeild Landspítalans 14. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arnmundur Gíslason, kaupfélagsstjóri, kaupmaður og verkamaður á Akranesi, f. 3.3. 1890, d. 10.4. 1978, og kona hans Ingiríður Sigurðardóttir, húsfreyja, f. 28.4. 1893, d. 27.7. 1978. Systir hennar sammæðra er: 1) Jófríður María Jóhannesdóttir, f. 17.11 1917. Alsystkin 2) Jóhanna Dagfríður Arnmundsdóttir Backman, f. 7.1 1923. 3) Sigurður Bjartmar Arnmundsson, f. 27.12 1925, d. 17.4. 1986 4) Sveinbjörg Heiðrún Arnmundsdóttir, f. 15.2. 1927. Arnfríður giftist 26.8. 1950 Jónasi Sturlu Gíslasyni, prófessor og síðar vígslubiskupi, f. 23.11. 1926, d. 18.11 1998. Foreldrar hans voru Gísli Jónasson skólastjóri, f. 22.12. 1891, d. 11.10. 1967 og Margrét Jóna Jónsdóttir, f. 4.9. 1898, d. 1.7. 1976. Jónas og Arnfríður eignuðust tvo syni: 1) Gísli, f. 26.3. 1952, kona hans er Árný Albertsdóttir, f. 29.4. 1957. Þeirra börn eru: a) Ingibjörg, f. 18.9. 1976, b) Friðbjörg, f. 23.9. 1978, unnusti hennar er Ágúst Hólm Haraldsson, f. 19.1. 1975, c) Margrét Inga, f. 3.10. 1983, d) Jónas Sturla, f. 10.12. 1991, e) Guðbrandur Aron, f. 23.6. 1995. 2) Arnmundur Kristinn, f. 3.6. 1955, kona hans er Aðalheiður Sighvatsdóttir, f. 21.5. 1956. Þeirra börn eru: a) Arnfríður Inga, f. 21.4. 1976, b) Sighvatur Hilmar, f. 25.7. 1978, c) Erla Guðrún, f. 17.7. 1980, d) Gyða Rut, f. 11.1. 1992, e) Arnar Sölvi, f. 20.6. 1994.

Arnfríður stundaði nám í hannyrðaskólanum Hurdal verk í Noregi 1951. Hún tók alla tíð virkan þátt í starfi eiginmanns síns, bæði sem prestsfrú hér heima og ekki síður í Danmörku þar sem heimili þeirra stóð öllum opið sem á þurftu að halda. Síðar, er eiginmaður hennar varð vígslubiskup, opnaði hún heimili sitt í Skálholti fyrir gestum og gangandi. Hún lauk stúdentsprófi frá öldungadeild MH 1989 og síðar BA prófi í dönsku frá HÍ 1994. Hún þýddi bókina "Parkinsonsveiki" sem er fræðslurit fyrir aðstandendur Parkinsonsjúklinga.

Jarðsett verður í Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.