Lárus Garðar Long Elsku afi minn, mig langar að skrifa nokkur orð til að þakka þér, allt frá því við kynntumst, alltaf varstu til staðar tilbúinn að hjálpa og gera allt fyrir mig til að mér liði sem best. Þú hefur alltaf hugsað fyrst um aðra og svo komst þú. Ég á margar góðar minningar um þig, afi minn. Ég gleymi aldrei fyrstu pysjuveiðunum mínum og þegar þið amma gáfuð mér allt barbie-dótið mitt, áfram get ég talið hvað þið amma hafið gert fyrir mig, ég vil þakka fyrir það. Afi, það væri svo mikið og margt sem ég gæti skrifað en þú veist það allt. Því miður höfum við ekki getað verið alltaf saman, þú veist líka hvernig mér líður núna, og að ég á alltaf eftir að sakna þín. Það verður mjög erfitt að fara í heimsókn til ömmu og þú ert ekki þar.

Elsku amma mín, ég vil biðja þig um að lifa áfram þínu lífi og geyma vel minningarnar um afa. Elsku amma mín, megi guð blessa þig.

Elsku Kristbjörg mín, ég vil þakka þér kærlega fyrir hjálpina með afa þegar hann barðist við þessa hræðilegu veiki, að leyfa honum að dveljast hjá þér í Reykjavík. Guð blessi þig.

Elsku afi minn, Guð geymi þig. Guð blessi ykkur, amma, mamma, Anna Hulda, Hermann Ingi, Jóhannes og aðrir aðstandendur.

Þín

Unnur Helga.