VALGERÐUR DANÍELSDÓTTIR

Valgerður Daníelsdóttir fæddist 19. mars 1912 í Guttormshaga í Holtum og ólst þar upp. Hún lést á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Daníel Daníelsson og Guðrún S. Guðmundsdóttir. Valgerður var næstelst í hópi 8 systkina sem upp komust, en þau eru: Guðmundur, Gunnar, látnir, eftirlifandi systkini eru Þorsteinn, Dagur, Elín, Steindór og Svava. Hinn 10. febrúar 1934 giftist Valgerður Jóhanni S. Kristinssyni, en hann lést 25. apríl 1988. Valgerður og Jóhann eignuðust 5 börn, þau eru: 1) Daníel Rúnar, f. 18.6. 1934, lést á sjötta aldursári, 2) Haukur, f. 31.8. 1935, maki Stella B. Georgsdóttir, eiga þau þrjú börn, átta barnabörn og eitt barnabarnabarn. 3) Dagrún Helga, f. 29.6. 1941, maki Jón Karlsson, eiga þau þrú börn og fjögur barnabörn. 4) Sigrún, f. 19.3. 1945, maki Heiðar Alexandersson, eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 5) Garðar, f. 18.11. 1946, maki Erla G. Hafsteinsdóttir, eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn. Valgerður og Jóhann hófu búskap í Gíslholti, Holtum, í félagsbúi við fjölskyldu Jóhanns, fyrstu þrjú til fjögur árin er fluttu þá að Ketilsstöðum í sömu sveit og bjuggu þar um þrjátíu ára skeið. Þau fluttu til Reykjavíkur 1970 og bjuggu á Maríubakka 6. Í október 1982 fluttu þau að Hellu í eigið hús, sem byggt var í tengslum við Dvalarheimilið Lund og bjó Valgerður þar áfram eftir lát eiginmanns síns þar til í október 1996 er hún fluttist inn á Dvalarheimilið Lund og naut þar einstakrar umhyggju og umönnunar þar til hún lést. Útför Valgerðar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.