KRISTJÁN JÚLÍUS GUÐMUNDSSON

Kristján Júlíus fæddist 28. september 1911. Hann lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 12. maí sl.

Foreldrar Kristjáns voru Guðmundur Kristján Jensson, f. 20. desember 1858, d. 21. apríl 1932, bóndi á Brekku í Þingeyrarhreppi, og Jónína Jónsdóttir, f. 14. desember 1864, d. 25. febrúar 1938. Kristján var yngstur af tíu systkinum og eru þau öll látin.

Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er Auður Júlíusdóttir fædd 24. nóvember 1919. Börn þeirra eru: 1) Gísli Guðmundur fæddur 21. apríl 1942, d. desember 1993, maki Þóra Magnea Halldórsdóttir. 2) Erlar Jón fæddur 26. júní 1947, ókvæntur. 3) Jónína Kristín fædd 6. desember 1948, maki Bernt Hreiðar Sigurðsson, 4) Kristján Júlíus, fæddur 9. september 1955, maki Svandís Einarsdóttir.

Kristján lauk námi í skipasmíðum á Akureyri 1943 og vann þar í tvö ár eftir nám, flutti síðan til Stykkishólms 1945 þar sem hann starfaði og bjó síðan. Útför Kristjáns fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.