Nýr vettvangur: 22 ætla í prófkjör TUTTUGU og tveir gáfu kost á sér í prófkjör Nýs vettvangs íReykjavík sem fer fram helgina 7.-8. apríl nk. Framboðsfrestur rann út á laugardag.

Nýr vettvangur: 22 ætla í prófkjör

TUTTUGU og tveir gáfu kost á sér í prófkjör Nýs vettvangs íReykjavík sem fer fram helgina 7.-8. apríl nk. Framboðsfrestur rann út á laugardag.

Þátttakendurnir eru: Aðalsteinn Hallsson félagsmálafulltrúi, Ámundi Ámundason markaðsstjóri, Ásgeir Hannes Eiríksson alþingismaður, Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi, Björn Einarsson fanga hjálpari, Egill Helgason blaðamaður, Gísli Helgason tónlistarmaður, Guðmunda Helgadóttir fangavörður, Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur, Gylfi Þ. Gíslason nemi, Hlín Daníelsdóttir kennari, Hrafn Jökulsson rithöfundur, Hörður Svavarsson fóstra, Jón Baldur Lorange fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins, Kristín Dýrfjörð fóstra, Kristín B. Jóhannsdóttir nemi, Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi, Kristrún Guðmundsdóttir bankamaður, Margrét Haraldsdóttir stjórnmálafræðingur, Ólína Þorvarðardóttir dagskrárgerðarmaður, Reynir Ingibjartsson framkvæmdastjóri og Skjöldur Þorgrímsson sjómaður.

Að prófkjörinu standa Fulltrúaráð alþýðuflokksfélaganna íReykjavík, Félag ungra alþýðubandalagsmanna, Reykjavíkurfélagið, Samtök um borgarmál og Samtök um nýjan vettvang. Prófkjörið er bindandi í 8 efstu sætin. Munu þeir einstaklingar sem í þau sæti raðast mynda uppstillingarnefnd ásamt fulltrúum samtakanna sem standa að prófkjörinu. Sú nefnd raðar í sæti 9 til 30 á framboðslistanum en þeir sem skipa framboðslistann mynda borgar málaráð framboðsins næstu fjögur ár.