20. ágúst 1999 | Minningargreinar | 140 orð

Brandur Brynjólfsson

Brandur Brynjólfsson

Brandur Brynjólfsson var fæddur á Hellisandi 21. desember 1916. Hann lést á Landspítalanum 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Brynjólfur Kjartansson skipstjóri í Reykjavík og k.h. Ingveldur Brandsdóttir húsfreyja. Brandur var þríkvæntur. Hann eignaðist fjögur börn. Þau eru: Orri, maki Harpa Guttormsdóttir, Þórunn, maki Björn Erlendsson, Sigríður Inga, maki Bergur Oliversson, og Jóhann, maki Guðrún Eyjólfsdóttir. Brandur varð stúdent frá MA árið 1937 og cand. juris. frá Háskóla Íslands árið 1943. Hann rak eigin lögmannsstofu í Reykjavík frá 1946. Brandur tók virkan þátt í íþróttum á yngri árum. Hann keppti í frjálsum íþróttum og knattspyrnu og var m.a. fyrsti fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sem keppti gegn Dönum á Melavelli 1946. Hann sat í stjórn Víkings og var formaður félagsins um hríð og sat einnig í stjórn ÍSÍ. Útför Brands fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.