5. maí 1990 | Fasteignablað | 162 orð

Br?ssel: Miklar framkvæmdir vegna EB

Br?ssel: Miklar framkvæmdir vegna EB VEGNA stöðu Br?ssel sem höfuðborgar Evrópubandalagsins (EB) hefur orðið mikil uppsveifla þar í byggingaframkvæmdum, ekki hvað sízt í dýrum byggingum og íbúðarhúsum. Þessu veldur m. a. aðflutningur starfsmanna EB auk...

Br?ssel: Miklar framkvæmdir vegna EB

VEGNA stöðu Br?ssel sem höfuðborgar Evrópubandalagsins (EB) hefur orðið mikil uppsveifla þar í byggingaframkvæmdum, ekki hvað sízt í dýrum byggingum og íbúðarhúsum. Þessu veldur m. a. aðflutningur starfsmanna EB auk sendistarfsmanna aðildarríkjanna og fleiri tekjuhárra aðkomumanna.

firbragð borgarinnar hefur breytzt mikið einkum vegna nýrra skrifstofubygginga, sem reistar hafa verið. Þá er einnig mikið um, að gömul hús séu endurnýjuð og fái nýjan svip. Það eru ekki hvað sízt sænskir, svissneskir og svo belgískir fjárfestingaraðilar, sem fest hafa þarna fé í fasteignum og á þessu ári er ennfremur gert ráð fyrir, að Japanir muni halda innreið sína á þennan markað í stórum stíl.

Þrátt fyrir miklar hækkanir íBr?ssel á leigu á skrifstofuhúsnæði á undanförnum árum er leiga þar samt enn lægri en í flestum stórborgum í EB. Leiga á hverjum fermetra af slíku húsnæði nemur nú í Br?ssel nær 14.000 ísl. kr. á ári, en er um þrisvar sinnum hærri í París.

-

Á

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.