FJÖGURRA daga heimsókn Jóhannesar Páls páfa til Indlands hófst í gær, er hann lenti í höfuðborginni Nýju Delhí. Markmið heimsóknarinnar er að efla trúboð kaþólsku kirkjunnar í Asíu, en það hefur orðið tilefni mótmæla af hálfu heittrúaðra hindúa.

FJÖGURRA daga heimsókn Jóhannesar Páls páfa til Indlands hófst í gær, er hann lenti í höfuðborginni Nýju Delhí. Markmið heimsóknarinnar er að efla trúboð kaþólsku kirkjunnar í Asíu, en það hefur orðið tilefni mótmæla af hálfu heittrúaðra hindúa.

Páfinn hyggst ræða við R.K. Narayanan, forseta Indlands, og forsætisráðherrann Atal Behari Vajpayee, og leggja blómsveig að leiði Mahathma Ghandi, frelsishetju Indverja. Páfinn syngur messu í Nýju-Delhí á sunnudag, en það hefur vakið gagnrýni, þar sem eina mestu hátíð hindúa, Diwali, ber upp á sama dag.

Jóhannes Páll páfi hefur áður heimsótt Indland, árið 1986. Þetta mun vera 89. opinbera heimsókn hans síðan hann tók við páfadómi fyrir 21 ári, og jafnframt sú síðasta fyrir aldamótin.

Utanríkisríkisráðherra Indlands, Ajit Kumar Panja, tekur hér á móti páfa við komuna til Nýju Delhí í gær.