AÐALSTEINN Örnólfsson, unglingaþjálfari hjá Stjörnunni í knattspyrnu, er á förum til Portúgals og Spánar, þar sem hann mun kynna sér þjálfun.

AÐALSTEINN Örnólfsson, unglingaþjálfari hjá Stjörnunni í knattspyrnu, er á förum til Portúgals og Spánar, þar sem hann mun kynna sér þjálfun. Aðalsteinn, sem hefur fengið þjálfarastyrk frá Íþróttasambandi Íslands og Ungmennafélagi Íslands, heldur til Portúgals 16. nóvember, þar sem hann byrjar á að fara til 1. deildar liðsins Farense, þar sem hann verður í þrjá daga. Þaðan heldur hann til Benfica, sem hann verður í fimm daga og frá Portúgal fer hann til Madríd og verður í sex daga í herbúðum Real Madrid. "Þetta er mjög spennandi verkefni," sagði Aðalsteinn.