GÚSTAF Adolf Björnsson hefur tekið við stjórn meistaraflokks Fram í handknattleik kvenna. Rússinn Nikolai Titov, sem stjórnað hefur liðinu síðan í sumar, hefur látið af störfum að eigin ósk og hyggst einbeita sér að þjálfun yngri flokka félagsins.

GÚSTAF Adolf Björnsson hefur tekið við stjórn meistaraflokks Fram í handknattleik kvenna. Rússinn Nikolai Titov, sem stjórnað hefur liðinu síðan í sumar, hefur látið af störfum að eigin ósk og hyggst einbeita sér að þjálfun yngri flokka félagsins.

Gústaf þekkir vel til hjá Fram, hann þjálfaði kvennalið félagsins sl. tvö ár þar til Titov tók við af honum í sumar. Hann var aukinheldur aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu sl. tvö ár.