ÁSGARÐSSKÓLI í Kjós er fimmtíu ára um þessar mundir en hann tók við af farskóla sveitarinnar á sínum tíma. Skólinn er enn starfandi í sama húsnæði en nemendum hefur fækkað. Myndin var tekin af tveimur Kjósaringum að leik fyrir framan skólann í vikunni.

ÁSGARÐSSKÓLI í Kjós er fimmtíu ára um þessar mundir en hann tók við af farskóla sveitarinnar á sínum tíma. Skólinn er enn starfandi í sama húsnæði en nemendum hefur fækkað. Myndin var tekin af tveimur Kjósaringum að leik fyrir framan skólann í vikunni. Í tilefni þessara tímamóta í sögu skólans býður skólanefnd Ásgarðsskóla til afmælishátíðar í skólanum á morgun, sunnudag, frá klukkan 14 til 16.