EFNT verður til jólakortasamkeppni í tengslum við jólasýningu Leikfélags Akureyrar, Blessuð jólin eftir Arnmund Backman. Óskað verður eftir heimagerðum jólakortum með myndum af engli eða englum og verða fimm kort valin til prentunar og verðlaunuð.

EFNT verður til jólakortasamkeppni í tengslum við jólasýningu Leikfélags Akureyrar, Blessuð jólin eftir Arnmund Backman.

Óskað verður eftir heimagerðum jólakortum með myndum af engli eða englum og verða fimm kort valin til prentunar og verðlaunuð. Skilafrestur er til 20. nóvember og má afhenda kortin í leikhúsinu á sama tíma og miðasala er opin og skulu þau vera merkt nafni og símanúmeri.

Vegleg verðlaun eru í boði, flugfarmiði með Íslandsflugi milli Akureyrar og Reykjavíkur, úttektir í Bókvali, Café Karólínu og Rósagarðinum og einnig kaffihlaðborð fyrir fjóra í Vín.

Þeir sem sendu inn klukkustrengi í Klukkustrengjasamkeppni sem leikfélagið efndi til á dögunum geta vitjað þeirra í leikhúsinu eftir 20. nóvember næstkomandi á miðasölutíma.