LINUX-vinir héldu uppsetningar- og kynningarhátíð í húsnæði Nýherja á dögunum. Aðsókn var góð að sögn aðstandenda, en þangað komu margir með tölvur sínar til að fá aðstoð við uppsetningu á Linux eða liðsinni við að greiða úr vandræðum. Ýmis hugbúnaður var kynntur og sagt frá ólíkri dreifingu á Linux, meðal annars SuSE, en útgáfa 6.2 kom út af henni fyrir skömmu með hundruðum fylgiforrita og -tóla.